Níu Íslendingar með liðum þeirra bestu

Gunnar Steinn Jónsson leikur nú í fyrsta sinn í Meistaradeildinni.
Gunnar Steinn Jónsson leikur nú í fyrsta sinn í Meistaradeildinni. mbl.is/Golli

Níu Íslendingar í fimm liðum verða í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla sem hófst í fyrrakvöld þegar flautað var til leiks í riðlakeppninni.

Í Meistaradeildinni mætast fremstu félagslið Evrópu, alls 28. Þau hafa verið dregin í fjóra riðla, í A- og B-riðli eru átta lið í hvorum en í C- og D-riðli eru sex lið hvor. Aron Pálmarsson verður með samherjum sínum í ungverska meistaraliðinu Veszprém í A-riðli ásamt Bjerringbro/Silkeborg, Barcelona, Paris SG, Wisla Plock, Flensburg, Kadetten og gömlum samherjum í THW Kiel sem Alfreð Gíslason stýrir eins og undanfarin átta ár.

Fimm Íslendingar standa í ströngu í B-riðli, Alexander Petersson og Guðjón Val Sigurðsson með þýska meistaraliðinu Rhein-Neckar Löwen, og þremenningarnir Arnar Freyr Arnarsson, Gunnar Steinn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson með Svíþjóðarmeisturum Kristianstad.

Vignir Svavarsson og Egill Magnússon og félagar í Team Tvis Holstebro leika í D-riðli keppninnar.

Sjá umfjöllun um íslenska leikmenn í evrópska handboltanum í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert