Þriðji sigurinn hjá HK

HK byrjar vel í 1. deild kvenna.
HK byrjar vel í 1. deild kvenna. Ljósmynd/hk.is

HK er á toppi 1. deildar kvenna í handknattleik með sex stig eftir þrjá fyrstu leikina eftir sigur á b-liði Vals, 27:20, í Digranesi í kvöld.

Elva Arinbjarnar skoraði 6 mörk fyrir HK í kvöld og þær Rakel Sigurðardóttir, Sigríður Hauksdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4 hver en Kristín Arndís Ólafsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Val.

Fjölnir burstaði Aftureldingu, 34:17, í Grafarvogi. Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Fjölni og Andrea Jacobsen 6  en Þóra María Sigurjónsdóttir gerði 5 mörk fyrir Aftureldingu.

ÍR vann Viking, 29:26, í Víkinni. Sólveig Lára Kristjánsdóttir skoraði 9 mörk fyrir ÍR og Silja Ísberg 8 en Alina Molkova skoraði 11 mörk fyrir Víking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert