Afturelding á toppinn

FH-ingurinn Ágúst Birgisson skorar framhjá fyrrverandi samherja sínum í Aftureldingarliðinu …
FH-ingurinn Ágúst Birgisson skorar framhjá fyrrverandi samherja sínum í Aftureldingarliðinu Davíð Svanssyni. mbl.is/Eggert

Afturelding vann FH, 27:26, í Mosfellsbænum í kvöld í æsispennandi og skemmtilegum leik í Olís-deild karla í handknattleik en um var að ræða upphafsleik 5. umferðar deildarinnar. Um var að ræða fjórða sigur Aftureldingarliðsins í röð sem nú situr í efsta sæti deildarinnar en FH er áfram í fjórða sæti. 

Mosfellingar byrjuðu betur og komust í 5:1 á fyrstu mínútunum en þá tók FH heldur betur við sér og skoraði níu mörk gegn einu frá Mosfellingum og breyttu stöðunni í 6:10.

Mestur varð munurinn fimm mörk, í stöðunni 7:12 fyrir FH en þá var komið að Aftureldingu að eiga góðan kafla. Þeir skoruðu fjögur af fimm síðustu mörkum fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 11:13, FH í vil en Afturelding gat helst kennt tréverkunum um stöðuna en þeir áttu alls sex skot í slá og stöng á fyrsta hálftímanum, það gefur hins vegar afar lítið.

Heimamenn komu hins vegar sterkari inn í seinni hálfleikinn og var staðan orðin 17:16 þeim í vil þegar hann var tæplega hálfnaður. Eftir það var leikurinn gríðarlega jafn og spennandi og skoruðu liðin til skiptis.

Þegar að ein mínúta var eftir skoraði Birkir Benediktsson sitt áttunda mark og kom Aftureldingu í 27:26. FH-ingar tóku leikhlé og freistuðu þess að jafna leikinn. Jóhann Birgir Ingvarsson tók á skarið á síðustu sekúndunum en vörn Aftureldingar tók mesta kraftinn úr skotinu og Sölvi Ólafsson, markvörður, átti ekki í erfiðleikum að verja skotið og innsiglaði þar með sætan sigur Mosfellingar.  

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu. Tölfræði leiksins er hér fyrir neðan. 

Viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna birtast á mbl.is síðar í kvöld. 

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var árum saman þjálfari hjá …
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var árum saman þjálfari hjá FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Afturelding 27:26 FH opna loka
60. mín. Birkir Benediktsson (Afturelding) skoraði mark Ein mínúta eftir. Flott skot af gólfinu hjá Birki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert