Fleiri reynsluboltar hætta

Kristján Andrésson
Kristján Andrésson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Andrésson nýráðinn þjálfari sænska karlalandsliðsins í handknattleik heldur áfram að missa reynslubolta.

Markvörðurinn Matthias Andersson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna en þessi 38 ára gamli markvörður þýska liðsins Flensburg hefur leikið stórt hlutverk með sænska landsliðinu mörg undanfarin ár.

Hann er þriðji reynsluboltinn sem ákveður að segja skilið við landsliðið en áður höfðu stórskyttan Kim Andersson og fyrirliðinn Tobias Karlsson ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert