Íslendingar í sigurliðum í bikarnum

Birna Berg Haraldsdóttir og fleiri landsliðskonur voru í sigurliðum í …
Birna Berg Haraldsdóttir og fleiri landsliðskonur voru í sigurliðum í norsku bikarkeppninni í kvöld. mbl.is/Golli

Íslenskar handknattleikskonur fögnuðu sigrum með liðum sínum í 16-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í handknattleik í kvöld en þrjár þeirra voru í eldlínunni með liðum sínum. 

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk þegar Vipers vann stóran sigur á Fredrikstad, 32:13, á heimavelli í leik kattarsins að músinni. Fredrikstad er í efsta sæti B-deildar og því greinilegur getumunur á milli deildanna en Vipers er topplið í úrvalsdeildinni. 

Birna Berg Haraldsdóttir skoraði fimm mörk þegar Glassverket vann Viking örugglega á heimavelli með 11 marka mun, 36:25. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigur Glassverket aldrei í hættu. 

Eva Björk Davíðsdóttir skoraði eitt mark fyrir Sola sem vann góðan sigur á útivelli til Levanger í nágrenni Þrándheims, 30:24.

Pétur Pálsson skoraði sjö af mörkum Kolstad sem vann Bodö með 12 marka mun í úrvalsdeild karla, 34:22. Kolstad er í þriðja sæti deildarinnar en keppni í henni er nýhafin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert