Með mikla hæfileika og mætti vita það betur

Esther Viktoría Ragnarsdóttir komin í færi í sigrinum á Gróttu.
Esther Viktoría Ragnarsdóttir komin í færi í sigrinum á Gróttu. mbl.is/Golli

„Hún er frábær í hóp, ótrúlega heilsteypt og flott stelpa. Það fer frekar lítið fyrir henni, hún mætti oft hafa sig meira í frammi, en ég held að allir séu sammála um það að hún sé frábær karakter og mikilvægur hluti af okkar liði,“ segir Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, um Esther Viktoríu Ragnarsdóttur, liðsfélaga sinn. Esther Viktoría er sá leikmaður sem Morgunblaðið skoðar eftir 3. umferð Olís-deildarinnar, en hún skoraði fjögur mörk í sigri Stjörnunnar á Íslandsmeisturum Gróttu.

Esther Viktoría er nýorðin 25 ára gömul og leikur aðallega sem leikstjórnandi en getur einnig leikið í stöðu skyttu. Hún deilir leikstjórnandahlutverkinu með Rakel Dögg Bragadóttur sem er aftur komin í stórt hlutverk eftir að hafa hætt um tíma vegna höfuðmeiðsla.

Esther er uppalin hjá Fjölni í Grafarvogi en kom í unglingaflokki til Stjörnunnar og hefur verið hjá liðinu síðan. Hún tók sín fyrstu skref í úrvalsdeildinni árið 2006 og var því í leikmannahópnum sem varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð, árin 2007-09, auk þess að vinna tvo bikarmeistaratitla á þeim árum:

„Þá var hún bara einn af „kjúllunum“, en hún hefur mjög stórt hlutverk hjá okkur í dag. Rakel er svo sem komin inn í þetta aftur hjá okkur en hlutverk Estherar hefur ekkert minnkað,“ segir Sólveig Lára.

Nánar er fjallað um Esther Viktoríu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert