Viggó vekur athygli

Viggó Kristjánsson var lykilmaður í liði Gróttu áður en hann …
Viggó Kristjánsson var lykilmaður í liði Gróttu áður en hann hélt utan. mbl.is/Eva Björk

Gróttumaðurinn Viggó Kristjánsson hefur farið vel af stað með nýliðum Randers í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hann var í gær valinn í lið þriðju umferðar á opinberri heimasíðu deildarinnar. Viggó er fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að vera valinn í lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Tíu Íslendingar leika með liðum í deildinni um þessar mundir.

Viggó gekk til liðs við Randers í sumar. Með liðinu leikur annar Íslendingur, Arnar Freyr Stefánsson markvörður.

Viggó þótti leika afar vel þegar Randers tapaði á heimavelli um liðna helgi fyrir Mors-Thy með minnsta mun, 27:26. Viggó skoraði sjö mörk og var markahæstur leikmanna Randers. Liðið er enn án stiga eftir þrjá leiki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert