Vítabaninn Aron Rafn

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður.
Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður. mbl.is/Árni Sæberg

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með Bietigheim í þýsku 2. deildinni nú í upphafi keppnistímabilsins. Fyrir utan að verja jafnt og þétt í hverjum leik er Aron Rafn sá markvörður deildarinnar sem varið hefur flest vítaköst. Hann hefur varið sjö vítaköst í fyrstu fimm leikjum liðsins.

Allt hefur þetta lagst á eitt við að gera Bietigheim-liðið taplaust fram til þessa, en það trónir eitt á toppi 2. deildar með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum.

Aron Rafn kom til Bietigheim í febrúar á þessu ári eftir stutta veru hjá Álaborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert