Eyjamenn fyrstir til að vinna Stjörnuna

Agnar Smári Jónsson í baráttunni í kvöld.
Agnar Smári Jónsson í baráttunni í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar.

Eyjamenn sigruðu Stjörnumenn með sjö marka mun í kvöld, 30:23, í Vestamannaeyjum í 5. umferð Olís-deildar karla í handknattleik. ÍBV lagði grunn að sigrinum í fyrri hálfleik þar sem liðið yfirspilaði Stjörnumenn sem áttu engin svör, hvorki í vörn né sókn. 

Eyjamenn voru yfir með 17 mörkum gegn 10 að loknum fyrri hálfleik. Róðurinn var því þungur fyrir gestina í seinni hálfleik. Theodór Sigurbjörnsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu fimm mörkin hvor í fyrri hálfleik.

Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og litu út fyrir að geta komið til baka. Sú endurkoma var ekki langlíf þar sem þeir duttu aftur í sama áhugleysið og í fyrri hálfleik.

Lokatölur eins og áður segir, 30:23. Theodór Sigurbjörnsson og Agnar Smári Jónsson skoruðu mest fyrir ÍBV, Theodór skoraði átta og Agnar Smári einu færra. Starri Friðriksson var atkvæðamestur Stjörnumanna með sex mörk. 

ÍBV er þar komið aftur á sigurbraut eftir slakan leik gegn FH um síðustu helgi. 

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Ari Magnús Þorgeirsson reyndir markskot gegn Sindra Haraldssyni og Sigurbergi …
Ari Magnús Þorgeirsson reyndir markskot gegn Sindra Haraldssyni og Sigurbergi Sveinssyni í vörn í ÍBV í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Sigurbergur Sveinsson kominn á auðan sjó.
Sigurbergur Sveinsson kominn á auðan sjó. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ÍBV 30:23 Stjarnan opna loka
60. mín. Leik lokið Slátrun hjá Eyjamönnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert