Framkonur tylltu sér á toppinn

Thea Imani Sturludóttir úr Fylki reynir skot að marki Fram …
Thea Imani Sturludóttir úr Fylki reynir skot að marki Fram í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram er enn taplaust og Fylkir er enn á stiga í Olís-deild kvenna í handknattleik. Fram vann Fylki í Fylkishöllinni í upphafsleik 5.umferðar, 28:20, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9. Lokamínútur fyrri hálfleiks og upphafskafli síðari hálfleiks reyndist Fylkisliðinu erfiður. Fram tyllti sér á topp deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki með sigrinum. Valur er stigi á eftir en á leik til góða.

Fram-liðið hafði yfirhöndina allan fyrri hálfleik, lengst af eitt til tvö mörk. Fylkisliðið gaf þó lítið eftir og lék góða vörn og náðu m.a. að halda stórskyttunni Ragnheiði Júlíusdóttur alveg niðri. Hún skoraði aðeins eitt mark í hálfleiknum.  Thea Imani Sturludóttir sá um að  hafa stjórn á Ragnheiði. Markverðir beggja liða náðu sér vel á strik í fyrri hálfleik, Melkorka Mist Gunnarsdóttir hjá Fylki og Guðrún Ósk Maríasdóttir í marki Fram en hún þekkir vel til í Fylkishöllinni enda æfði hún og lék árum saman með Áræbjarliðinu.

Thea hélt upp sóknarleik Fylkis ásamt hinni norsku Christine Rishaug sem virðist vera hinn besti miðjumaður.

Það var síðan á síðustu rúmu mínútu fyrri hálfleiks sem Fram-liðinu tókst að auka forskot sitt úr einu marki í fjögur á skömmum tíma. Þannig stóð í hálfleik, 13:9, fyrir Fram sem lánaðist að opna betur sterka vörn Fylkis þegar á leið hálfleikinn. Fjögurra marka munur í hálfleik gaf þó engan vegin rétta mynd af þróun leiksins.

Fyrstu mínútur síðari hálfleiks reyndust Fylkisliðinu erfiðar. Hver mistök ráku önnur auk brottvísanna. Fram-liðið náðu fljótlega átta marka forskoti, 18:10. Sá munur var of mikill fyrir Fylkisliðið að vinna upp þótt það reyndi hvað það gat. Það hjálpaði Fylkisliðinu heldur ekki að Guðrún Ósk hélt uppteknum hætti í marki Framara og varði vel.

Upphafskaflinn reyndist Fylkisliðinu dýr. Gæðin voru of mikil í Fram-liðinu til þess að það léku forskotið frá sér niður í jafnan leik.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Fylkir 20:28 Fram opna loka
60. mín. Fram tekur leikhlé
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert