Háðuleg útreið Íslandsmeistaranna

Arnar Birkir Hálfdánarson átti algjöran stórleik gegn Haukum í gærkvöld.
Arnar Birkir Hálfdánarson átti algjöran stórleik gegn Haukum í gærkvöld. mbl.is/Eggert

Þegar ég skoðaði leikjaplan Olísdeildarinnar í upphafi móts setti ég öruggan heimasigur á Hauka gegn Fram í fimmtu umferðinni. Haukar eru jú með frábæra leikmenn og ríkjandi Íslandsmeistarar en Safamýrarpiltar eru ungir og óreyndir á stóra sviðinu.

Það er skemmst frá því að segja að Framarar blésu á spádóma mína og líklega flestra „spekinga“ og unnu sanngjarnan sigur, 41:37.

Hlægilegur varnarleikur

Það er í raun óþarfi að eyða of miklu púðri í að fjalla um gang leiksins. Fram leiddi 20:18 í hálfleik og þrátt fyrir máttlítið áhlaup Hauka héldu gestirnir ró sinni og kláruðu dæmið. Það má hins vegar eyða plássi í að ræða þann „varnarleik“ sem Haukar buðu upp á í gær.

Hafnfirðingar hafa verið með bestu vörn landsins um árabil en það sem ég varð vitni að á Ásvöllum var það versta sem ég hef séð í 15-20 ár. Þetta segi ég með fullri virðingu fyrir Fram, sem lék flottan sóknarleik en ég held að undirritaður hefði komist á blað gegn þessari Haukavörn í gær. Menn nenntu ekki að spila vörn, stóðu eins og freðýsur á meðan sprækir Framarar löbbuðu í gegn og andleysi Íslandsmeistaranna var einfaldlega liðinu til skammar.

Fjallað er um leiki gærkvöldsins í Olís-deild karla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert