Stórsigur hjá Tandra og félögum

Eitt sinn samherjar hjá HK og Íslandsmeistarar 2012, Tandri Már …
Eitt sinn samherjar hjá HK og Íslandsmeistarar 2012, Tandri Már Konráðsson, t.v. leikmaður Skjern, Aronór Freyr Stefánsson, markvörður Randers. Þeir voru andstæðingar í kvöld. Ljósmynd/Facebook-síða Tandra

Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern unnu nýliða Randers með yfirburðum á heimavelli í kvöld, 38:20, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Skjern er þar með komið upp í þriðja sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki. Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Aalborg Håndbold eru efstir með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en þeir léku fyrr í vikunni.

Tandri Már átti fínan leik í vörn Skjern í kvöld auk þess sem hann skoraði tvö mörk. 

Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Randers. Arnór Freyr Stefánsson stóð í marki Randers-liðsins en fékk ekki rönd við reist of og tíðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert