Arnar með þrjú mörk í tapi

Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk í dag.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk í dag. Kristinn Ingvarsson

Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad tapaði fyrir Evrópumeisturum Kielce frá Póllandi 38:28 er liðin mættust í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í dag. Arnar Freyr Arnarsson gerði þrjú mörk fyrir Kristianstad.

Kielce voru með öll tök á leiknum en liðið var 18:13 yfir í hálfleik. Karol Bielecki var öflugur í liði Kielce ásamt Pawel Paczkowski en báðir voru með sjö mörk í leiknum.

Arnar Freyr Arnarsson sem kom til Kristianstad frá Fram í sumar gerði þrjú mörk fyrir sænska liðið í dag. Gunnar Steinn Jónsson var með eitt mark. Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki með vegna meiðsla.

Lokatölur í dag voru 38:28 en Kristianstad hefur tapað tveimur fyrstu leikjunum í riðlinum á meðan Kielce hefur unnið fyrstu tvo leikina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert