Enn einn stórleikur Díönu

Díana Kristín Sigmarsdóttir hefur verið ansi atkvæðamilkil með Fjölni á …
Díana Kristín Sigmarsdóttir hefur verið ansi atkvæðamilkil með Fjölni á yfirstandandi leiktíð. mbl.is/Golli

Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. Fjölnir bar sigur úr býtum í öðrum leik sínum í röð þegar liðið vann HK í Digranesinu. ÍR lagði Val U að velli, 32:22, í Valshöllinni.

HK og ÍR eru á toppi deildarinnar með sex stig eftir fjórar umferðir. Fjölnir er í þriðja sæti með fjögur stig og Valur U er án stiga á botni deildarinnar.

Díana Kristín Sigmarsdóttir var langmarkahæst í liðið Fjölnis eins og í fyrri leikjum liðsins á leiktíðinni. Díana Kristín skoraði 15 mörk í sigri Fjölnis gegn HK, en hún hefur nú skoraði 50 mörk í fyrstu fjórum leikjum liðsins í deildinni á þessari leiktíð. 

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara úr leikjunum tveimur í gærkvöldi.

HK - Fjölnir 23:28

Mörk HK: Þórhildur Braga Þórðardóttir 9, Sigríður Hauksdóttir 5, Birta Rún Grétarsdóttir 4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Karen Kristinsdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1.

Mörk Fjölnis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 15, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 4, Andrea Björk Harðardóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 2, Kristín Lísa Friðriksdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Díana Ágústsdóttir 1.

Valur U - ÍR 22:32 

Mörk Vals U: Sólveig Lóa Höskuldsdóttir 10, Elín Helga Lárusdóttir 3, Vala Magnúsdóttir 3, Andrea Agla Ingvarsdóttir 1, Thelma Dís Harðardóttir 1, Isabella María Eiríksdóttir 1, Margrét Vignisdóttir 1, Arna Grímsdóttir 1.

Mörk ÍR: Silja Ísberg 8, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 7, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 6, Karen Tinna Demian 5, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 2, Jenný Jensdóttir 2, Petra Waage 1, Auður Margrét Pálsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert