Langþráður sigur Akureyringa

Teitur Örn Einarsson og félagar hans hjá Selfossi mæta Akureyri …
Teitur Örn Einarsson og félagar hans hjá Selfossi mæta Akureyri á Selfossi í dag. mbl.is/Golli

Akureyri vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla í handbolta í dag þegar liðið vann góðan útisigur á Selfyssingum í Vallaskóla, 29:32.

Akureyringar voru lengi í gang en Selfyssingar leiddu á upphafsmínútunum. Um miðjan fyrri hálfleikinn kom hins vegar góður kafli hjá gestunum og þeir litu ekki til baka eftir það. Staðan var 13:15 í hálfleik.

Akureyri hafði áfram undirtökin í síðari hálfleik en Selfyssingar gerðu áhlaup öðru hverju án þess að komast yfir. Þeim varð lítið ágengt gegn góðri vörn Akureyringa auk þess sem heimamenn nýttu liðsmuninn illa þegar þeir voru fleiri inni á vellinum.

Andri Snær Stefánsson fór á kostum í liði Akureyrar og skoraði 11 mörk, þar af sex af vítalínunni en hann var sjálfur duglegur að fiska víti. Mindaugas Dumcius og Karolis Stropus skoruðu báðir 5 mörk og Arnar Þór Fylkisson átti góðan dag í markinu þegar leið á leikinn og varði 13 skot.

Hjá Selfyssingum bar mest á Elvari Erni Jónssyni sem skoraði 7/1 mark og hornamaðurinn Andri Már Sveinsson skoraði 6 mörk. Grétar Ari Guðjónsson varði 10 skot í marki Selfoss

Selfoss 29:32 Akureyri opna loka
60. mín. Teitur Örn Einarsson (Selfoss) skorar úr víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert