Dramatískar lokamínútur í Safamýri

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, skýtur að marki Akureyar í …
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, skýtur að marki Akureyar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fram lagði Akureyri að velli 29:28 í 7. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Safamýrinni í dag. Úrslitin réðust undir lok leiks en það ætlaði allt um koll að keyra á síðustu mínútunni.

Bæði lið voru í baráttu í neðri hlutanum en Akureyri sat á botninum á meðan Fram var í áttunda sæti.

Leikurinn var afar jafn framan af en Framarar náðu að slíta sig frá Akureyringum undir lok fyrri hálfleiks og voru þremur mörkum yfir í hálfleik. Viktor Gísli Hallgrímsson og Arnar Þór Fylkisson voru að verja vel fyrir sín lið.

Í þeim síðari hélt Fram ágætri forystu alveg fram að lokamínútunum. Sigurður Örn Þorsteinsson fékk tvær mínútur og þá hafði Elías Bóasson fengið tvær mínútur stuttu fyrir það.

Þegar rétt um fjórar sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 29:28 fyrir Fram. Arnar Birkir Hálfdánarson greip þá boltann og þrumaði honum upp í stúku. Það ætlaði allt um koll að keyra en stuðningsmenn Akureyringa lentu þá í rifrildi við Arnar og ætlaði upp úr að sjóða.

Arnar fékk rautt spjald fyrir vikið og ljóst að síðustu sekúndurnar yrðu dramatískar. Gestirnir keyrðu í sókn en Valtýr Már Hákonarson varði í stöng. Leiktíminn var búinn áður en skotið kom og lokatölur því 29:28 Fram í vil.

Framarar eru með sjö stig á meðan Akureyri er áfram í botnsætinu með tvö stig.

Fram 29:28 Akureyri opna loka
60. mín. ÞAÐ ER ALLT AÐ VERÐA VITLAUST!! Arnar Birkir nær boltanum og þrumar honum upp í stúku. Þetta er ótrúlegt. Menn vilja slást þarna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert