Fram hafði betur gegn meisturunum

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram, reynir að stöðva Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur gegn …
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram, reynir að stöðva Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur gegn Gróttu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fram sigraði Gróttu 20:19 í 5. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik í dag en leikið var í Safamýri. Fram heldur sæti sínu á toppnum.

Framkonur hófu leikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu snemma leiks. Munurinn á liðunum var aldrei meira en tvö mörk en Grótta leiddi í hálfleik 10:9. Fram var mikið að spila sjö leikmönnum í sókn á meðan Guðrún Ósk Maríasdóttir beið á bekknum en sú taktík gekk afar vel upp.

Fram náði tveggja marka forystu undir lok leiks og hélt henni ágætlega. Grótta náði að minnka muninn niður í eitt mark en lengra komst liðið ekki. Fram fagnaði því 20:19 sigri og heldur sæti sínu á toppnum en Grótta er áfram með 2 stig.

Fram 20:19 Grótta opna loka
60. mín. Leik lokið Leiknum er lokið. Fram vinnur með einu marki, þvílíkur leikur í Safamýrinni. Fram er áfram á toppnum með 9 stig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert