Þórey Rósa og stöllur þurfa að svara

Þórey Rósa Stefánsdóttir á fullri ferð.
Þórey Rósa Stefánsdóttir á fullri ferð. mbl.is/Ómar

Þórey Rósa Stefánsdóttir og stöllur hennar í norska liðinu Vipers Kristiansand töpuðu í dag, 29:23, fyrir rússneska liðinu Lada í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni EHF-bikarsins í handknattleik.

Leikið var í Rússlandi og voru heimakonur yfir í hálfleik, 17:11. Þórey Rósa og stöllur náðu að klóra í bakkann eftir hlé, en þurfa að snúa við þessu sex marka tapi í síðari leiknum í næstu viku ætli þær sér í riðlakeppni EHF-bikarsins.

Þórey Rósa stóð fyrir sínu í liði Vipers Kristiansand og var næstmarkahæst með fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert