Fjórtán íslensk mörk í Árósum

Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk í dag.
Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk í dag. Adam Jastrzebowski / Foto Olimpik

Århus Handbold sigraði Randers 36:24 í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld en þar voru Íslendingarnir afar atkvæðamiklir.

Heimamenn voru töluvert betri aðilinn allan leikinn en liðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12.

Ómar Ingi Magnússon og Róbert Gunnarsson voru báðir með 4 mörk fyrir heimamenn á meðan Sigvaldi Guðjónsson gerði 2 mörk. Viggó Kristjánsson gerði 4 mörk fyrir gestina á meðan Arnór Freyr Stefánsson var í markinu.

Lokatölur urðu 36:24 fyrir Århus sem er í ellefta sæti með 4 stig eftir sex umferðir á meðan Randers er án stiga á botninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert