Berlínarrefirnir til Slóveníu

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. mbl.is/Ómar

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans hjá þýska liðinu Füchse Berlín drógust gegn Gorenje Velenje frá Slóveníu í 3. umferð EHF-bikarkeppni karla í handknattleik en dregið var nú rétt í þessu. 

Bjarki Már Elísson leikur með liðinu, sem sló út Chambéry frá Frakklandi í 2. umferðinni samanlagt 49:44 í tveimur leikjum.

Haukabanarnir í sænska liðinu Alingsås mæta GOG frá Danmörku í Norðurlandaslag, en leikið verður heima og heiman. Fyrri leikirnir fara fram 19. eða 20. nóvember og þeir síðari viku seinna.

Þau sextán lið sem komast áfram úr 3. umferðinni tryggja sér þátttökurétt í riðlakeppninni sem hefst í febrúar.

Drátturinn í heild sinni:

HC Zamet (Króatíu) – Melsungen (Þýskalandi)
SKA Minsk (Hvíta-Rússlandi) – Saint-Raphael (Frakklandi)
Azoty-Pulawy (Póllandi) – Benfica (Portúgal)
Dinamo Astrakhan (Rússlandi) – HC Midtjylland (DEN)
Gorenje Velenje (Slóveníu) – Füchse Berlin (Þýskalandi)
Granollers (Spáni ) – Zaporozhye (Úkraínu)
St. Petersburg (Rússlandi) – Maccabi Tel Aviv (Ísrael)
Magdeburg (Þýskalandi) – RK Nexe (Króatíu)
Anaitasuna (Spáni) – Csurgói (Ungverjalandi)
Alingsås (Svíþjóð) – GOG (Danmörku)
Politehnica Timisoara (Rússlandi) – Riko Ribnica (Slóveníu)
Cocks (Finnlandi) – Górnik Zabrze (Póllandi)
Göppingen (Þýskalandi) – Pfadi Winterthur (Sviss)
Ademar Leon (Spáni) – Kolding (Danmörku)
Bregenz (Austurríki) – Porto (Portúgal)
Grundfos Tatabanya (Ungverjalandi) – Maccabi Srugo Rishon Lezion (Ísrael)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert