Framtíðarhornamaður í landsliðinu

Stefanía Theodórsdóttir
Stefanía Theodórsdóttir mbl.is/Golli

„Hún er mjög ákveðinn og metnaðarfullur leikmaður. Það eru forréttindi að fá að vera með henni í liði,“ segir Helena Rut Örvarsdóttir, vinstri skytta Stjörnunnar, um vinstri hornamanninn Stefaníu Theodórsdóttur.

Stefanía skoraði 10 af mörkum Stjörnunnar í 40:30-sigri á ÍBV og er sá leikmaður sem Morgunblaðið skoðar nánar eftir 5. umferð Olís-deildarinnar í handbolta.

Stefanía er aðeins 19 ára gömul en var í stóru hlutverki síðasta vetur, á sinni annarri leiktíð í meistaraflokki, og skoraði 96 mörk í 24 deildarleikjum. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og er hinum nýja A-landsliðsþjálfara, Axel Stefánssyni, greinilega í huga því hann valdi Stefaníu sem einn af sex „varamönnum“ fyrir fyrsta landsliðshóp sinn fyrir skömmu. Stefanía tók því þátt í æfingum með landsliðskonum úr íslensku félagsliðunum, sem sýnir hve langt hún er komin þrátt fyrir ungan aldur:

„Hún á fullan séns á að fá tækifæri í landsliðinu fljótlega, sem væri auðvitað mjög vel gert. Hún er mjög ung og efnileg, en búin að þroskast mikið. Ég held að hún geti verið framtíðarhornamaður í landsliðinu,“ segir Helena, sem var í A-landsliðshópnum sem Axel valdi. Þær Stefanía hafa fengið að læra vel hvor inn á aðra síðustu misseri, enda leika þær hlið við hlið hjá Stjörnunni:

Sjá alla umfjöllunina um Stefaníu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert