Hrafnhildur er markahæst

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram, til varnar.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram, til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, landsliðskona frá Selfossi, er markahæsti leikmaðurinn eftir fimm umferðir í Olísdeild kvenna í handknattleik.

Hrafnhildur Hanna hefur skorað 44 mörk fyrir Selfyssinga, eða 8,8 mörk að meðaltali í leik.

Á hælum hennar eru Diana Satkauskaite, litháíska skyttan úr Val, og Ester Óskarsdóttir, fyrirliði ÍBV, með 42 mörk hvor, eða 8,4 mörk að meðaltali í leik.

Alls hafa fimmtán konur skorað 20 mörk eða meira í fyrstu fimm umferðunum og það eru eftirtaldar:

Hrafnhildur H. Þrastard., Self 44

Diana Satkauskaite, Val 42

Ester Óskarsdóttir, ÍBV 42

Sandra Erlingsdóttir, ÍBV 36

Maria Ines Da Silva, Haukum 33

Lovísa Thompson, Gróttu 29

Thea Imani Sturludóttir, Fylki 28

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 27

Þórey Anna Ásgeirsd., Gróttu 27

Steinunn Björnsdóttir, Fram 26

Laufey Á. Guðmundsd., Gróttu 22

Adina M. Ghidoarca, Selfossi 21

Stefanía Theodórsd., Stjörn 21

Perla Ruth Albertsd., Selfossi 20

Sólveig L. Kjærnested, Stjörn 20

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert