Theodór með 8,4 mörk í leik

Theodór Sigurbjörnsson.
Theodór Sigurbjörnsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður úr ÍBV, er markahæsti leikmaðurinn í fyrstu sjö umferðum Olísdeildar karla í handknattleik.

Theodór hefur skorað 59 mörk fyrir Eyjamenn, eða ríflega 8,4 mörk að meðaltali í leik.

Sjö mörkum á eftir honum kemur Elvar Örn Jónsson, skyttan unga hjá nýliðum Selfyssinga, en hann er kominn með 52 mörk, eða 7,4 mörk að meðaltali í leik.

Alls hafa 22 leikmenn skorað 30 mörk eða meira í fyrstu sjö umferðum deildarinnar og eru þeir eftirtaldir:

Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV 59
Elvar Örn Jónsson, Selfossi 52
Einar Rafn Eiðsson, FH 48
Sigurbergur Sveinsson, ÍBV 48
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 47
Finnur Ingi Stefánsson, Gróttu 45
Guðmundur Á. Ólafss., Haukum 44
Janus Daði Smárason, Haukum 43
Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram 42
Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureld 42
Þorsteinn G. Hjálmarss., Fram 41
Adam H. Baumruk, Haukum 39
Andri Snær Stefánss., Akureyri 38
Einar Sverrisson, Selfossi 38
Karolis Stropus, Akureyri 37
Anton Rúnarsson, Val 36
Mikk Pinnonen, Aftureldingu 35
Andri Þór Helgason, Fram 34
Birkir Benediktsson, Aftureld 34
Agnar Smári Jónsson, ÍBV 30
Júlíus Þórir Stefánsson, Gróttu 30
Sveinn Aron Sveinsson, Val 30

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert