Snorri Steinn orðinn markahæstur í deildinni

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. mbl.is/Golli

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson heldur áfram mikilli markaskorun sinni í efstu deild franska handboltans en fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld. 

Snorri Steinn skoraði sex mörk úr 11 skotum fyrir Nimes sem tapaði gegn Nantes 34:31. Snorri var næstmarkahæstur í sínu liði í dag en hann er aftur á móti markahæstur í deildinni með 34 mörk.

Nimes hefur 6 stig í 5. sæti en Nantes hefur 9 stig í 2. sæti.

Hinn dansk-íslenski Stephen Nielsen varði 9 skot fyrir Aix sem vann Toulouse 38:35. Aix hefur 6 stig í 6. sætinu en Toulouse 3 í 11. sæti.

Frændurnir í liði Cesson-Rennes, þeir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, voru áberandi í 10 marka sigri sinna manna á Crétteil, 33:23. Geir skoraði fjögur mörk úr sjö skotum og Guðmundur Hólmar tvö úr fimm skotum. 

Cesson-Rennes hefur 4 stig í 10. sæti, jafnmörg og Créteil, og því má segja að sigurinn hafi verið afar sterkur hjá norðanmönnunum í kvöld.

Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason í æfingabúningi Cesson-Rennes.
Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason í æfingabúningi Cesson-Rennes. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert