Sjöundi sigur Mosfellinga í röð

Sigurbergur Sveinsson sækir að vörn Aftureldingar í Eyjum í kvöld.
Sigurbergur Sveinsson sækir að vörn Aftureldingar í Eyjum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Afturelding hélt sigurgöngu sinni áfram í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Mosfellingar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja þar sem þeir höfðu betur gegn ÍBV, 27:26, í æsispennandi leik.

Þetta var sjöundi sigur Mosfellinga í röð og með sigrinum náðu þeir fimm stiga forskoti í toppsæti deildarinnar en Eyjamenn halda enn öðru sætinu.

ÍBV var 14:13 yfir í hálfleik en Afturelding var skrefinu á undan í seinni hálfleik en leikurinn var nog Eyjamenn fengu tækifæri til að jafna metin undir lokin en Davíð Svansson markvörður Mosfellinga varði skot á lokasekúndunum.

Theodór Sigurbjörnsson skoraði 11 mörk fyrir Eyjamenn en Birkir Benediktsson var ósstöðvandi í liði Aftureldingar og skoraði 13 mörk.

ÍBV 26:27 Afturelding opna loka
60. mín. ÍBV tekur leikhlé 38 sekúndur eftir, þetta virðist vera búið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert