Með tilboð frá Kiel og Veszprém

Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson mbl.is/Golli

,,Ég er með tilboð frá Kiel og skilaboðin sem ég fékk frá framkvæmdastjóra Kiel voru þau að nú væri boltinn hjá mér,“ sagði landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson, leikmaður ungverska meistaraliðsins Veszprém, við Morgunblaðið í gær.

Aron lék með Kiel frá 2010 til 2015 en gekk í raðir Veszprém fyrir síðustu leiktíð og samdi til þriggja ára. Samningstilboð Kiel felur í sér að Aron semji við liðið þegar samningur hans við ungversku meistarana rennur út 2018 en að öðrum kosti þarf Kiel að ná samningi við Veszprém um að kaupa Aron út af samningnum vilji það fá hann fyrir þann tíma.

,,Ég get staðfest að þetta er flott og gott tilboð en ég er ekkert að stressa mig á hlutunum. Veszprém vill gera við mig nýjan samning og það er áhugi frá fleiri liðum. Það er ánægjulegt að áhuginn er mikill. Ég tel mig því vera í frábærri stöðu og ég ætla bara að gefa mér góðan tíma til að ákveða næstu skref,“ sagði Aron.

Spurður hvort hann væri tilbúinn að fara aftur til Kiel sagði Aron: ,,Ég gæti alveg séð fyrir mér að ég færi aftur í Kiel en ég hef ekki tekið neina ákvörðun um framhaldið. Það yrði auðvelt fyrir mig að fara aftur til Kiel, þar sem ég þekki allt hjá félaginu. Það eru ákveðnir þættir sem ég sakna þar en það eru aðrir þættir sem ég sakna kannski minna. Ég þarf að velja og hafna og ég ætla gefa mér góðan tíma því þetta er ekki lítil ákvörðun,“ sagði Aron.

Sjá allt viðtalið við Aron í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert