Þriðji sigur Hauka

Ari Magnús Þorgeirsson með boltann í leiknum gegn Haukum í …
Ari Magnús Þorgeirsson með boltann í leiknum gegn Haukum í kvöld. mbl.is/Ófeigur

Haukar unnu sinn þriðja leik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld er mættu grönnum sínum í Stjörnunni. Lokatölur urðu 33:28 en Haukar kláruðu leikinn á síðustu tíu mínútunum.

Stjarnan skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en Haukar næstu þrjú í leik sem var jafn í upphafi en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náði Haukar forystu. Guðmundur Árni Ólafsson var að skora vel en mestur varð munurinn fjögur mörk í stöðunni 14:10.

Heimamenn sóttu í sig veðrið undir lok fyrri hálfleiks og voru hálfleikstölur 13:15 Haukum í vil en Stjarnan virtist þurfa að hafa meira fyrir hverju marki sem þeir skoruðu og voru gestirnir úr Hafnarfirði í raun klaufar að forskotið var ekki meira í hálfleik en ljóst var að Stjarnan saknaði Ólafs Gústafssonar sem er enn meiddur.

Stjörnumenn byrjuðu hins vegar vel í seinni hálfleiknum og héldu vel í við Hauka. Þeir gerðu svo gott betur en það og komust yfir í stöðunni 21:20. Stjarnan komst í 24:22 en þá komu sjö mörk í röð hjá Haukum, þegar mest á reyndi og lagði sá kafli grunn af góðum sigri.  

Stjarnan 28:33 Haukar opna loka
60. mín. Ólafur Rafn Gíslason (Stjarnan) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert