Mikill léttir að ná í fyrstu stigin

Thea Imani Sturludóttir skoraði eitt mark fyrir Fylki í sigri …
Thea Imani Sturludóttir skoraði eitt mark fyrir Fylki í sigri liðsins gegn Gróttu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er heldur betur þungu fargi af okkur létt. Við spiluðum heilt yfir mjög vel í þessum leik. Varnarleikurinn var afar sterkur og Melkorka Mist [Gunnarsdóttir] varði vel í markinu. Æfingavika gekk vel og leikurinn var í takt við það,“ sagði Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fylkis, eftir 21:18 sigur liðsins gegn Gróttu í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. 

„Við fundum góðar lausnir öllum þeim varnarafbrigðum sem Grótta beitt. Liðið lék frammliggjandi vörn, 6:0 vörn og klipptu Theu [Imani Sturludóttur] út. Ég er ánægður með framlagið hjá öllum leikmönnum liðsins,“ sagði Haraldur um spilamennsku Fylkis.

„Það var vitað fyrir tímabilið að hver leikur yrði mikil áskorun og við höfum leikið vel í allan vetur þrátt fyrir að stigin hafi ekki komið. Við lögðum gríðarlega sterkt lið Gróttu að velli hér í kvöld og það er klárlega eitthvað sem við getum byggt á í framhaldinu,“ sagði Haraldur enn fremur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert