„Mikilvægt fyrir Hauka“

Björgvin Páll Gústavsson snýr aftur heim til Íslands næsta sumar.
Björgvin Páll Gústavsson snýr aftur heim til Íslands næsta sumar. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta kom upp í hendurnar á okkur því það er hans ákvörðun að flytja heim til Íslands. Þá fór hann eðlilega að líta í kringum sig. Ég og Bjöggi höfum þekkst mjög lengi. Ég þjálfaði hann til dæmis í 6. flokki en svo var ég lengi með honum í landsliðinu. Honum finnst Haukar vera spennandi félag og þetta gekk tiltölulega hratt fyrir sig. Þegar atvinnumenn eru að leita sér að samningi þá er þessi tímapunktur oft í gangi,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, þegar Morgunblaðið spurði hann út í tíðindin í gær.

Haukar og Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, tilkynntu snemma í gærmorgun að Björgvin hefði samið við Hauka til tveggja ára, frá og með sumrinu 2017. Björgvin leikur til vorsins með þýska liðinu Bergischer eins og undanfarin ár.

Ekki eingöngu leikmaður

Gunnar leggur áherslu á að Björgvin verði ekki eingöngu leikmaður Hauka heldur verður lagt kapp á að nýta þekkingu hans og reynslu innan félagsins. „Þetta er mikilvægt og gott fyrir félagið. Allir vita að hann er frábær leikmaður og það er klárt mál að hann styrkir liðið. Ekki er síður mikilvægt að fá hann inn í starfið hjá félaginu. Hann mun koma inn í akademíu okkar þar sem við leggjum mikinn metnað í að byggja upp framtíðarleikmenn okkar. Bjöggi mun koma að þjálfun markvarða og uppbyggingu þeirra til framtíðar,“ sagði Gunnar en fyrir utan afreksstarfið mun Björgvin einnig koma að markaðsmálum hjá Haukum.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem Gunnar tjáir sig um stöðu annarra markvarða Hauka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert