Áttundi sigur Aftureldingar í röð

Elvar Ásgeirsson ýtti tækifærið í fjarveru Pinnonens og skoraði 7 …
Elvar Ásgeirsson ýtti tækifærið í fjarveru Pinnonens og skoraði 7 mörk. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding og Valur áttust við í toppslag í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í Mosfellsbæ í kvöld þar sem Afturelding hafði betur 25:23. Afturelding styrkti þar með stöðu sína á toppi deildarinnar en um áttunda sigur liðsins í röð var að ræða. 

Fyrir leikinn er Afturelding með 14 stig á toppi deildarinnar, sex stigum á undan Val sem er í 2. sæti. Valur hafði unnið fimm leiki í röð þegar kom að leiknum í kvöld. 

Valur hafði þriggja marka forskot 13:10 að loknum fyrri hálfleik. Valsmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik en þá tóku Mosfellingar við sér. Leikurinn var jafn á lokakaflanum en Mosfellingum tókst að skora síðustu tvö mörkin. Kristinn Bjarkason innsiglaði sigurinn með marki á síðustu sekúndunum og hafði auk þess náð andstæðingi af leikvelli í síðustu sókninni. 

Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 10 mörk og Elvar Ásgeirsson gerði 7. Sölvi Ólafsson stóð í marki Aftureldingar í síðari hálfleik þegar leikurinn snérist við og varði 7 skot. 

Hlynur Morthens varði 14 skot í fyrri hálfleik í marki Vals en kólnaði í síðari hálfleik. Vignir Stefánsson skoraði 5 fyrir Val og var markahæstur. 

Afturelding 25:23 Valur opna loka
60. mín. Josip Juric Grgic (Valur) á skot í slá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert