Sannfærandi sigur Fram á Stjörnunni

Sigurður Örn Þorsteinsson brýst í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld …
Sigurður Örn Þorsteinsson brýst í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld án þess að Ari Magnús Þorgeirsson komi vörnum við. mbl.is/Eggert

Fram vann öruggan og ansi sannfærandi sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en lokatölur urðu 31:27.

Fyrri hálfleikur var mjög jafn framan af og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Í stöðunni 12:11 fyrir Fram, skoruðu þeir þrjú mörk í röð og komust 15:11 og svo 17:13 en vörn Stjörnunnar sem hingað til hefur verið mjög góð, var ótrúlega slöpp. 

Hvað eftir annað löbbuðu Framarar framhjá vörn gestanna og skoruðu auðveld mörk. Markaskorun Framara dreifðist mjög vel og skoruðu þeir mörk í öllum regnbogans litum.

Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik og voru Stjörnumenn aldrei nálægt því að ógna forystu Framara sem voru að spila einn sinn allra besta leik í vetur og var sigur Framara ansi sannfærandi.

Valdimar Sigurðsson og Andri Þór Helgason skoruðu sex mörk hvor fyrir Fram en Ari Magnús Þorgeirsson gerði níu fyrir Stjörnuna. 

Fram 31:27 Stjarnan opna loka
60. mín. Sveinbjörn Pétursson (Stjarnan) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert