Tvö stórlið sögð vilja fá Dag

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. AFP

Dagur Sigurðsson mun nýta sér ákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið og hætta sem þjálfari karlalandsliðs Þýskalands næsta sumar, ef marka má frétt tímaritsins Handball Inside. Þetta kom fram á mbl.is í gær.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 er Dagur með tilboð frá ungverska meistaraliðinu Veszprém, sem Aron Pálmarsson leikur með, og sömuleiðis frá frönsku meisturunum í Paris SG.

Dagur er með samning um að stýra Þýskalandi út Ólympíuleikana 2020 en samningurinn er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila næsta sumar. Ljóst er að þýska handknattleikssambandið, DHB, vill allt gera til að halda Degi, en hann gerði liðið óvænt að Evrópumeistara í janúar og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst.

Ekki kemur fram af hverju Dagur ætti að vilja hætta en samkvæmt heimildum Handball Inside var málið rætt á fundi DHB á sunnudaginn í Berlín.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert