Selfoss lagði Aftureldingu öðru sinni

Vörn Selfyssinga þarf að standa vaktina vel gegn toppliðinu í …
Vörn Selfyssinga þarf að standa vaktina vel gegn toppliðinu í kvöld. mbl.is/Ofeigur Lydsson

Selfoss vann Aftureldingu í annað sinn í vetur í Olís-deild karla í handbolta þegar liðin mættust í Vallaskóla í kvöld. Lokatölur urðu 32:25. Afturelding heldur samt toppsætinu örugglega en Selfyssingar eru eina liðið sem hefur unnið Mosfellinga í deildinni í vetur.

Selfyssingar fundu fáar leiðir í gegnum vörn Aftureldingar í upphafi leiks og gestirnir leiddu allt fram á 17. mínútu, 8:9. Þá kom 4-1 kafli frá Selfyssingum sem breyttu stöðunni í 12:10 og þeir vínrauðu héldu forskotinu fram að leikhléi. Staðan var 16:13 í hálfleik.

Heimamenn spiluðu mjög vel í seinni hálfleik, sérstaklega í vörninni. Gestirnir eltu þá án þess að ná að jafna, en munurinn varð minnstur tvö mörk, 20:18, um miðjan seinni hálfleik. Undir lokin gáfu heimamenn í og juku forskotið hratt á lokamínútunum. Að lokum skildu sjö mörk liðin að, 32:25.

Guðni Ingvarsson, Einar Sverrisson og Elvar Örn Jónsson skoruðu allir 7 mörk fyrir Selfoss. Helgi Hlynsson var frábær í markinu og varði 20/1 skot.

Hjá Aftureldingu voru Elvar Ásgeirsson og Árni Bragi Eyjólfsson markahæstir með 7 mörk en Árni Bragi skoraði 5 af vítalínunni. Mosfellingar fengu enga markvörslu en Davíð Svansson varði 4 skot og Sölvi Ólafsson og Kristófer Guðmundsson 1 skot hvor.

Selfoss 32:25 Afturelding opna loka
60. mín. Helgi Hlynsson (Selfoss) varði skot Höndin komin upp hjá dómurunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert