Dramatískt jafntefli á Akureyri

Kristján Orri Jóhannsson lætur vaða á markið í leiknum. Hann …
Kristján Orri Jóhannsson lætur vaða á markið í leiknum. Hann var með 13 mörk fyrir heimamenn. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Akureyri og ÍBV buðu upp á trylli í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta. Eftir æsispennandi lokamínútur skildu liðin jöfn 24:24.

Akureyringar hafa nú spilað fjóra leiki í röð án taps en liðið er enn í botnsæti deoldarinnar, nú með átta stig. Eyjamenn eru komnir í tólf stig.

Eyjamenn voru örlítið beittari í upphafi leiks en heimamenn náðu að jafna fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik var allt á suðupunkti og liðin skiptust á að taka forustuna. Menn fuku útaf við hvert tækifæri og heitt var í kolunum.

Akureyringar eygðu sigur um stund en Eyjamenn skoruðu síðasta markið. Þeir fengu svo lokasóknina en frábær markvörður Akureyringa varði það rétt í þann mund sem lokaflautið gall.
Leikurinn var einvígi tveggja hægrihornamanna. Kristján Orri Jóhannsson var ótrúlegur hjá heimamönnum. Hann skoraði þrettán mörk en í síðasta leik liðsins var hann með ellefu.

Eyjamaðurinn Theódór Sigurbjörnsson var enginn eftirbátur Kristjáns Orra. Hann skoraði tólf mörk, þar af sjö úr vítum. Theódór var einnig duglegur við að fiska boltann ívörninni og skóp nokkur mörk með því.

Akureyri 24:24 ÍBV opna loka
60. mín. Sigurbergur Sveinsson (ÍBV) skoraði mark Vel gert.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert