Krafa um að fara áfram

Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik fara til Færeyja í dag …
Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik fara til Færeyja í dag til þátttöku í forkeppni HM um helgina. mbl.is/Eggert

„Ég held að það sé lágmarkskrafa að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins og tryggja okkur þar með keppnisrétt í umspilsleikjum í vor þar sem leikið verður um þátttökurétt á HM,“ sagði örvhenta stórskyttan Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik, um markmið íslenska landsliðsins fyrir forkeppnina sem fram fer í Þórshöfn í Færeyjum á morgun, laugardag og á sunnudag en þar mætir íslenska landsliðið landsliðum Austurríkis, Færeyja og Makedóníu.

„Það skiptir öllu máli að byrja vel í fyrsta leiknum við Austurríki sem er með besta liðið af þeim þremur sem við leikum við. Ég tel mikilvægt að sýna strax í fyrsta leik að við ætlum okkur áfram,“ sagði Birna Berg við Morgunblaðið eftir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni um hádegisbilið í gær.

Birna Berg segir að austurríska liðið sé í mikilli sókn og sé á góðri leið með að ná sér upp úr þeirri lægð sem liðið féll í eftir árið 2010 þegar það komst ekki í lokakeppni EM.

„Margir leikmenn austurríska liðsins leika með góðum liðum í Evrópu, meðal annars í Meistaradeildinni. Ég bý mig undir hörkuleik við Austurríki. Ef við náum að laða fram það besta hjá okkur þá tel ég að leikurinn geti endað vel,“ sagði Birna Berg sem leikið hefur afar vel með norska úrvalsdeildarliðinu Glassverket bæði í norsku úrvalsdeildinni og eins í Meistaradeild Evrópu.

Nánar er rætt við Birnu Berg og einnig Karen Knútsdóttur, fyrirliða, um forkeppni HM í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert