Löwen kastaði frá sér forystunni

Alexander Petersson skoraði eitt mark í kvöld.
Alexander Petersson skoraði eitt mark í kvöld. AFP

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson skoruðu sitt markið hvor þegar Rhein-Neckar Löwen varð að sætta sig við 25:21-tap gegn RK Zagreb í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Löwen var í góðum málum eftir fyrri hálfleik, 15:10 yfir. Heimamenn skoruðu hins vegar fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og jöfnuðu metin, þegar enn voru 20 mínútur til leiksloka. Zagreb komst í 21:17 en Löwen minnkaði muninn í 21:20 þegar tíu mínútur lifðu leiks, en tókst svo aðeins að skora eitt mark á þeim mínútum.

Löwen er því með 11 stig í 3. sæti, enn stigi á eftir Vive Kielce og Vardar sem eiga leik til góða, og jafnt Pick Szeged sem á líka leik til góða. Zagreb var aðeins að vinna annan af níu leikjum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert