Rut fer með til Færeyja þrátt fyrir allt

Rut Jónsdóttir í landsleik.
Rut Jónsdóttir í landsleik. mbl.is/Styrmir Kári

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður danska meistaraliðsins Midtjylland og landsliðskona í handknattleik, hefur ekkert æft með íslenska landsliðinu þá viku sem liðið hefur verið saman við æfingar. Rut fékk högg á andlitið fyrir fáeinum vikum í kappleik í dönsku deildinni. Síðan hefur hún haft hægt um sig.

Rut fer engu að síður með íslenska landsliðinu til Færeyja í dag þar sem það tekur þátt í forkeppni heimsmeistaramótsins næstu þrjá daga. Þar með er gert ráð fyrir að Rut geti tekið þátt í leikjunum.

Flogið yfir Færeyjar

Sem fyrr segir fer íslenski hópurinn út í dag. Hann fer ekki beint til Færeyja þar sem ekki er flogið milli Íslands og Færeyja á fimmtudögum. Hópurinn fer til Kaupmannahafnar og þaðan til baka til Færeyja. Hinn möguleikinn var að fara út á föstudaginn í beinu flugi til Færeyja en þá hefði liðið mætt næstum beint úr flugi í leikinn við Austurríki síðdegis á morgun. Ekki þótti það forsvaranlegt. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert