Undir getu allan leikinn

Stefán Árnason, þjálfari Selfyssinga.
Stefán Árnason, þjálfari Selfyssinga. mbl.is/Golli

Stefán Árnason, þjáfari Selfyssinga, var ekki nógu ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld. Selfyssingar voru í heimsókn á Akureyri og mættu heimamönnum í Olís-deild karla í handbolta. Leikurinn var jafn en Akureyringar voru yfir nánast allan tímann. Selfyssingar hefðu getað komist yfir og unnið en endasprettur þeirra var vondur og Akureyri vann 25:23.

Stefán sagði þetta um leikinn: „Við spiluðum í heildina ekki nógu vel og því fór þetta svona. Við spiluðum undir getu allan leikinn og Akureyringarnir mættu mun grimmari. Þeir spiluðu hörku vörn og við vorum bara full mjúkir. Við vorum að elta allan leikinn en gáfum allt og náðum þeim að lokum. Það var ekki fyrr en í restina sem við fórum að spila alvöruvörn og þegar upp er staðið þá er svekkelsi að hafa ekki klárað leikinn. Við áttum möguleika á að komast yfir og hentum boltanum bara frá okkur. Svo voru fullmörg dauðafæri að klikka hjá okkur. Sóknarleikurinn var nefnilega mjög flottur allan seinni hálfleikinn og við skoruðum fullt af mörkum eða sköðuðum færi. Það var því slæmt að missa boltann svona í lokin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert