Hundleiðinlegt að tapa svona mörgum leikjum

Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun Balingen í þýsku 1. deildinni …
Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun Balingen í þýsku 1. deildinni í sumar. Ljós­mynd/​Face­book-síða Bal­ingen

Rúnar Sigtryggsson bættist í haust við hóp þeirra íslensku handknattleiksþjálfara sem stýrt hafa liði í sterkustu landsdeild heims, þýsku 1. deildinni. Rúnar tók við liði Balingen í sumar eftir að hafa stýrt Aue í fjögur ár í þýsku 2. deildinni og skilað góðu starfi.

Rúnar segist alveg hafa gert sér grein fyrir því, þegar hann tók við nýja starfinu, að það væru helmingslíkur á að hann missti það þegar liði á veturinn. Leikmannahópurinn var fullmótaður og nýjum þjálfara þröngt sniðinn stakkur, en krafan skýr um að Balingen ætti að halda sér uppi. Eftir grátlegt eins marks tap gegn Erlangen í síðasta leik er Balingen í 15. sæti með 7 stig eftir 13 leiki, stigi frá fallsæti, en þrjú lið falla úr deildinni.

„Við erum um það bil á þeim stað sem vonast hafði verið eftir, fyrir ofan fallsætin. Almennt vilja menn meina, út frá leikmannahópunum, að tvö lið séu þegar fallin; Coburg og við í Balingen. Við erum bara að berjast við að halda okkur frá fallsæti og það gengur þokkalega,“ sagði Rúnar, sem segist hafa verið vel meðvitaður um hvað hann væri að fara út í.

„Þetta var eitthvað sem maður tók bara að sér. Ég hefði alveg getað hafnað þessu ef ég hefði viljað. Ég var búinn að vera í fjögur ár í 2. deildinni, með lið sem vildi ekkert vera að fara upp, þannig að þegar þetta stóð allt í einu til boða ákvað ég að taka því,“ sagði Rúnar.

Ítarlegt viðtal við Rúnar er hægt að lesa í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert