Með brotið nef?

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikamður Fram, er hugsanlega nefbrotinn eftir kappleik …
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikamður Fram, er hugsanlega nefbrotinn eftir kappleik í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talið er að Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, einn öflugasti leikmaður handknattleiksliðs Fram, hafi nefbrotnað í leik liðsins við Hauka í Olís-deildinni í gærkvöldi.

Reynist svo þá leikur hann ekki meira með Framliðinu fyrr en í febrúar. Þorsteinn Gauti er þriðji markahæsti leikmaður Fram með 72 mörk en liðið er nú í næstneðsta sæti Olís-deildarinnar og þarf á öllum sínum kröftum að halda. 

Þorsteinn fékk þungt högg á andlitið í síðari hálfleik þegar hann varð fyrir hönd Janusar Daða Smárasonar, leikmanns Hauka, eftir að síðarnefndi hafði kastað boltanum á markið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert