„Þetta verður ekki auðvelt“

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla. AFP

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik óskar eftirmanni sínum til hamingju en Daninn Nicolaj Jacobsen tekur við starfi Guðmundar þegar samningur hans við danska handknattleikssambandsins rennur út næsta sumar.

Þetta verður í annað sinn sem Jacobsen tekur við starfi Guðmundar en hann tók við þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen þegar Guðmundur lét af störfum hjá því.

Jacobsen verður áfram þjálfari Löwen þó svo að hann taki við danska landsliðinu og leikur þar með sama leik og Guðmundur en hann um tíma var hann bæði þjálfari Löwen og íslenska landsliðins.

„Ég óska honum til hamingju en það er gríðarlega mikið starf að þjálfa tvö lið. Það er fullt af hlutum sem þarf að gera og þetta er mjög stórt viðvangsefni. Þetta er ekki auðvelt í neinum tilvikum,“ segir Guðmundur í samtali við TV2 í Danmörku.

Spurður hvort hann geti gefið Jacobsen ráð segir Guðmundur;

„Nei það geri ég ekki. Ég vil ekki blanda mér í þetta. Hann tekur við liðinu og hann hefur sinn stíl. Hann veit hvað hann á að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert