Eyjamenn mörðu sigur

Agnar Smári Jónsson er hér tekinn föstum tökum af varnarmanni …
Agnar Smári Jónsson er hér tekinn föstum tökum af varnarmanni Stjörnunnar. mbl.is/Ófeigur

ÍBV gerði góða ferð í Mýrina í Garðabæ þegar liðið lagði Stjörnuna, 22:21, í hörkuleik í 14. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í dag.

Eyjamenn voru fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 11:15, en Stjörnumenn sóttu í sig veðrið þegar á leið á seinni hálfleikinn og tókst að jafna metin þegar skammt var eftir af leiknum en ÍBV náði að knýja fram sætan sigur.

Mörk Stjörnunnar: Ari Magnús Þorgeirsson 5, Ólafur Gústafsson 5, Garðar Sigurjónsson 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Brynjar Jökull Guðmundsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Stefán Darri Þórsson 1, Starri Friðriksson 1.

Mörk ÍBV: Grétar Þór Eyþórsson 4, Sigurbergur Sveinsson 4 Kári Kristjánsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 3, Magnús Stefánsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Elliði Snær Viðarsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 1.

ÍBV komst með sigrinum upp að hlið Selfoss en bæði lið hafa 14 stig í 5.-6. sæti en nýliðar Stjörnunnar eru í botnsætinu með 9 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert