Reyndi að girða niður um pabba sinn

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Ljósmynd / Foto Olimpik

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson lenti næstum því í vandræðalegri uppákomu eftir leik Rhein-Neckar Löwen gegn Hanno­ver-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi.

Löwen vann leikinn, 34:30, og liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Guðjón Valur skoraði sjö marka Löwen í leiknum en eftir leik gaf hann áhangendum eiginhandaráritanir.

Sonur Guðjóns kom þá aftan að pabba sínum og reyndi að girða niður um kappann. Þeim stutta tókst ekki ætlunarverkið og Guðjón Valur hló að þessari ágætu tilraun.

Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan:

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BNkjhBIhESW/" target="_blank">Pulling your parents 👖 down in public=classic 😂👍 #hannstopparaldrei #ertilpásutakkiábörnum #fatherandson</a>

A video posted by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on Dec 3, 2016 at 2:07pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert