Kominn tími til að ég fái tækifæri í landsliðinu

Anton Rúnarsson
Anton Rúnarsson mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir

„Ein ástæðan fyrir því að ég kom heim er að ég vildi virkilega sýna hvers megnugur ég væri orðinn,“ segir Anton Rúnarsson, hinn 28 ára gamli leikstjórnandi Vals í Olís-deild karla í handbolta. Anton sneri heim í sumar eftir fjögur ár í atvinnumennsku í Danmörku og Þýskalandi, og hefur leikið vel með Val sem er í toppbaráttu. Hann skoraði átta mörk í sigri á Gróttu í 14. umferð.

Þeir sem Anton vill helst sýna hve megnugur hann er orðinn eru landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson og Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður hans, sem svo vill reyndar til að er annar þjálfara Antons hjá Val.

„Ég vildi kalla eftir því að fá að komast í landsliðið, og kannski er maður meira sýnilegur hérna í íslensku deildinni en úti í Þýskalandi eða annars staðar,“ segir Anton, sem telur sig hafa unnið fyrir tækifæri í landsliðinu:

Nánar er rætt við Anton í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert