Ellefu marka sigur FH-inga

Sverrir Pálsson úr Selfossi og Jóhann Karl Reynisson úr FH …
Sverrir Pálsson úr Selfossi og Jóhann Karl Reynisson úr FH eigast við. mbl.is/Ofeigur Lydsson

FH vann öruggan sigur á Selfyssingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 35:24. Liðin mættust í Vallaskóla á Selfossi og gestirnir gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. 

FH-ingar höfðu algjöra yfirburði í fyrri hálfleik. Selfyssingum gekk ekkert í sókninni gegn þéttri vörn FH en mesta athygli vakti vörn Selfossliðsins, sem var hörmuleg, svo vægt sé til orða tekið. Munurinn var orðinn níu mörk í leikhléi, 13:22. 

Seinni hálfleikurinn varð hvorki spennandi eða skemmtilegur enda virtust Selfyssingar sannfærðir um að úrslitin væru ráðin í hálfleik. Þeir bitu aldrei frá sér og eftirleikurinn varð auðveldur fyrir FH-inga. 

Teit­ur Örn Ein­ars­son var marka­hæst­ur Sel­fyss­inga með 10/​3 mörk og Helgi Hlyns­son varði 7 skot. Ein­ar Rafn Eiðsson var marka­hæst­ur FH-inga með 8/​1 mörk og Óðinn Ríkharðsson skoraði 6. Gísli Kristjánsson skoraði 5 mörk og Ásbjörn Friðriks­son 5/1. Ágúst Elí Björg­vins­son var góður í marki FH og varði 20/​1 skot.

FH er þá komið með 18 stig og styrkti stöðu sína í toppbaráttunni en Selfoss situr eftir í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig.

Selfoss 24:35 FH opna loka
60. mín. Hergeir Grímsson (Selfoss) á skot í slá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert