Grótta skellti Haukum

Lovísa Thompson skoraði sjö mörk.
Lovísa Thompson skoraði sjö mörk. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Grótta fór í heimsókn á Ásvelli í kvöld og mætti þar Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta. Heimsóknin gekk ansi vel þar sem þær unnu 29:25 sigur. 

Eftir mjög erfiða byrjun á vetri hefur Gróttu gengið betur, sérstaklega eftir að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hætti við að hætta og kom aftur inn í liðið. 

Staðan í hálfleik var 15:14, Gróttu í vil. Þær kláruðu svo dæmið með flottum seinni hálfleik. Grótta er nú með fjögurra stiga forskot á Selfoss og Fylki sem eru í fallsætunum tveimur en Haukar misstu efstu liðin, Stjörnuna og Fram, lengra frá sér. 

Gamla kempan Ramune Petraskyte skoraði átta mörk hjá Haukum og Lovísa Thompson sjö fyrir Gróttu. 

Markaskorarar Hauka: Ramune Petraskyte 8, Guðrún Erla Bjarnadóttir 6, Sigrún Jóhannsdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Vilborg Pétursdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Elín Anna Baldursdóttir 1, Maria Ines Da Silva Pereira 1.

Markaskorarar Gróttu: Lovísa Thompson 7, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 6, Emma Havin Sardardóttir 6, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert