Kári hættir með Gróttu

Kári Garðarsson
Kári Garðarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu í handknattleik, hefur tilkynnt stjórn og leikmönnum liðsins að hann muni láta af störfum eftir tímabilið.

Kári staðfestir þetta í samtali við netmiðilinn fimmeinn.is. Kári hefur stýrt Gróttuliðinu undanfarin fjögur ár og undir hans stjórn hefur liðið hampað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin tvö ár og þá varð liðið bikarmeistari 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert