Hjá Bergischer fram á næsta áratug

Arnór Þór Gunnarsson í leik með Bergischer.
Arnór Þór Gunnarsson í leik með Bergischer. Ljósmynd/Bergischer HC

Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik karla, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska 1. deildarliðið Bergischer HC sem gildir fram á mitt ár 2021. Arnór Þór greindi frá nýjum samningi sínum á samfélagsmiðlunum Twitter og Instagram í kvöld. 

Arnór hélt upp á nýjan samning með því að vera í sigurliði Bergischer í kvöld þegar liðið tók á móti Füchse Berlin, 30:29. Arnór Þór skoraði fimm mörk í leiknum. 

Bergsicher hefur átt afar erfitt uppdráttar á keppnistímabilinu og rekur lestina í deildinni. Sú staðreynd hefur ekki fælt Arnór Þór frá að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við félagið enda kann Arnór Þór afar vel við sig hjá félaginu eins og hann greindi m.a. frá í samtali við Morgunblaðið skömmu fyrir áramót. 

Arnór Þór hefur verið í herbúðum Bergischer HC frá miðju ári 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert