Mik­il­væg stig Gróttu

Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Gróttu skýtur að marki á meðan …
Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Gróttu skýtur að marki á meðan Róbert Sigurðarson fylgir honum á eftir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grótta vann tvö mikilvæg stig í botnbaráttu Olís-deildar karla í handknattleik þegar þeir unnu Akureyri, 25:23, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Grótta er þar með komin með 15 stig, tveimur stigum á undan Akureyri og Fram sem reka lestina í deildinni.

Staðan í hálfleik var jöfn, 11:11. Grótta skoraði fjögur fyrstu mörkin í síðari hálfleik og hélt því forskoti og rúmlega það þar til fáeinar mínútur voru eftir. Þá munaði engu að Gróttumenn köstuðu forskotinu frá sér. Akureyringum vantaði herslumuninn upp á Gróttumenn fögnuðu sigri.

Lárus Gunnarsson lagði grunninn að sigri Gróttu með stórleik en hann varð nærri 20 skot.

Leikurinn var jafn fram í miðjan fyrri hálfleik þegar Gróttumenn náðu frumkvæðinu. Þeir vörðust nokkuð vel og skoruðu góð mörk eftir hraðaupphlap. Það færði þeim forystuna en þeir léku illa úr stöðunni því hvað eftir annað áttu Gróttumenn möguleika á að ná þriggja marka forskoti. Meðan Lárus Gunnarsson varði ágætlega í marki Gróttu urðu menn lítið varir við kollega hans hinum megin vallarins.

Gróttumenn  spiluðu illa úr stöðunni sem þeir fengu upp í hendurnar og Akureyringar, sem aldrei gefast upp, komust inn í leikinn aftur og skoruðu m.a. tvö síðustu mörk fyrri hálfleik. Staðan þá jöfn, 11:11.

Seint verður hinsvegar sagt að fyrri hálfleikur hafi verið vel leikinn. Mikið var um einföld mistök s.s. rangar sendingar samherja á milli og fljófærnislegar ákvarðanir í sóknarleiknum.  

Síðari hálfleikur var lítið betur leikur. Sóknarleikur Akureyringa varð þeim að falli ásamt slakri markvörslu meðan Lárus varði afar vel í Gróttumarkinu.

Grótta 25:23 Akureyri opna loka
60. mín. Elvar Friðriksson (Grótta) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert