Úrvalslið Íslands í handbolta

Íslenska landsliðið með silfurverðlaun sín á Ólympíuleikunum 2008.
Íslenska landsliðið með silfurverðlaun sín á Ólympíuleikunum 2008. mbl.is/Brynjar Gauti

Morgunblaðið birtir í dag karlaliðið í handbolta í Úrvalsliði Íslands eða besta karlalandsliðið sem Ísland gæti teflt fram í handbolta, óháð tíma, samkvæmt atkvæðagreiðslu hjá álitsgjöfum blaðsins. 

Niðurstöðuna er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Hinn 7. maí í fyrra voru birt í blaðinu Úrvalslið Íslands, karla og kvenna í körfubolta, samkvæmt sambærilegri atkvæðagreiðslu og síðar mun blaðið einnig láta velja karla- og kvennalið í fótbolta. 

Lesendum mbl.is mun á næstu dögum gefast tækifæri til að setja saman sín úrvalslið í handboltanum. Verður þar hægt að velja á milli þeirra leikmanna sem atkvæði fengu hjá álitsgjöfunum. 

Íslenska landsliðið árið 1987 eða á „Bogdan-árunum“.
Íslenska landsliðið árið 1987 eða á „Bogdan-árunum“. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert